PCC og NLP Master Coach frá Bruen
Ragnhildur heillaðist af markþjálfun þegar hún kynntist henni á ráðstefnu í Bandaríkjunum árið 2005 og var í fyrsta hópnum sem lærði markþjálfun hér á landi á vegum Coach Utbildning Sverige. Hún hlaut ACC vottun árið 2009 og PCC vottun árið 2019. Fróðleiksfýsn er bæði styrkleiki hennar og veikleiki og hún er Certified Designing Your Life Coach frá 2018, með diploma í jákvæðri sálfræði (2014) og er Certified Dare to LeadTM Facilitator (2019).
Ragnhildur nýtir hópmarkþjálfun einkum með teymum sem vilja verða sterkari og einstaklingum sem vilja hanna líf sitt. Hún óttast sífellt að skrika fótur og fara úr hlutverki markþjálfans í hlutverk kennarans, lóðsins eða ráðgjafans.
fyrir félagsmenn