„Great things in business are never done by one person; they're done by a team of people." – Steve Jobs
Er þetta hópmarkþjálfun hjá mér?
Ragnhildur Vigfúsdóttir er mörgum kunn og þaulreyndur fyrirtækja- og teymismarkþjálfi.
Hún heillaðist af markþjálfun á ráðstefnu í Bandaríkjunum árið 2005 og var í fyrsta hópnum sem útskrifaðist og lærði markþjálfun hér á landi á vegum Coach Utbildning Sverige.
Helsta menntun og vottanir Ragnhildar eru:
· PCC og NLP Master Coach frá Bruen
· PCC vottun árið 2019
· Certified Dare to Lead™Facilitator árið 2019
· Certified Designing YourLife Coach árið 2018
· Diploma í jákvæðri sálfræði árið 2014
· ACC vottun árið 2009
Ragnhildur nýtir hópmarkþjálfun einkum með teymum sem vilja verða sterkari og einstaklingum sem vilja eiga kost á að hanna líf sitt.
Fróðleiksfýsn er bæði hennar helsti styrkleiki og veikleiki ,en hún lifir fyrir að vera stöðugt að endurmennta sig og afla sér sérfræðiþekkingar til að geta aðstoðað aðra.
Hennar stærstu áskoranir eru að halda sér í hlutverki markþjálfans í stað kennarans, lóðsins eða ráðgjafans.
fyrir félagsmenn