Markþjálfi
Gestur starfaði sem tónlistarmaður, strandvörður, fjallaleiðsögumaður og lífvörður áður en hann hóf 15 ára farsælan starfsferil í löggæslu.
Hann var m.a. meðlimur í sérsveit ríkislögreglustjóra auk þess að stýra aðkomu lögreglu að móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Sem lögreglumaður leiddi hann ýmis verkefni þvert á deildir, stofnanir og landamæri m.a. fyrir Evrópulögregluna Europol.
Hann hóf feril sinn sem markþjálfi árið 2013 eftir að hafa lokið markþjálfanámi frá Háskólanum í Reykjavík og hefur síðan starfað hjá ráðgjafafyrirtækingu Complete í Bretlandi.
Gestur hefur starfað með ýmsum fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi auk erlendra stórfyrirtækja bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Má þar nefna ISAVIA, Norðurorku, RÚV, Reykjavíkurborg, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Unilever, Tesco ofl.
Fjárhagslegur ávinningur fyrirtækja af notkun teymis- og hópmarkþjálfunar fyrir stjórnendateymi í gegnum raundæmi úr eigin starfi
fyrir félagsmenn